Birkir Heimisson hafði verið á mála hjá Heerenveen í þrjú ár þegar hann neitaði nýjum samningi í fyrra. Eftir að Heimir Guðjónsson tók við sem þjálfari Vals var Birkir sá fyrsti sem fenginn var á Hlíðarenda. Birkir er uppalinn Þórsari og lék ekki marga leiki með meistaraflokksliði Akureyrarliðsins áður en hann hélt til Hollands. Birkir varð tvítugur í febrúar og hafði fréttaritari samband við Birki og spurði hann út í ferilinn til þessa.