Loðnuvinnslan starfrækir fjölbreytta vinnslu í landi, bolfiskvinnslu, uppsjávarfrystingu, síldarsöltun og mjöl og lýsisvinnslu. Mikil uppbygging hefur verið ár árinu 2016 og má þar helst nefna nýjan frystiklefa sem rúmar 7000 tonn af afurðum og nýja fullkomna vinnslulínu frá Völku sem tekur við forsnyrtum flökum og sker þau í bita, flokkar í mismunandi afurðaleiðir, pakkar í kassa, leggur plast yfir, skammtar ís, merkir kassann og lokar honum , allt á sjálfvirkan hátt. Með þessum breytingum er Loðnuvinnslan ekki einungis að auka afkastagetuna en tæknin mun jafnframt setja fyrirtækið í lykilstöðu til að mæta síauknum kröfum markaðarins um fjölbreyttari vörur.